Innlent

Indverskt nudd á Seyðisfirði

Stefnt að opnun „ayurvedískrar“ nuddstofu.
Stefnt að opnun „ayurvedískrar“ nuddstofu.

Nuddari frá Indlandi er meðal þess sem auðga á þjónustuflóruna á Seyðisfirði. Þetta kom fram í máli Þóru Guðmundsdóttur á fundi ferða- og menningarmálanefndar Seyðisfjarðar.

Þóra, sem rekur Farfuglaheimilið Hafölduna og handverksverslunina Draumhús, sagði stefnt að opnun „ayurvedískrar“ nuddstofu fljótlega.

Þar yrði nuddari frá Indlandi. Hins vegar hefði hún selt mongólsk/indverska tjaldið sitt þannig að því miður yrði ekki unnt að kaupa gistingu í því í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×