Körfubolti

Rússar lögðu Serba

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kirilenko skoraði 24 stig fyrir Rússa.
Kirilenko skoraði 24 stig fyrir Rússa.

Evrópumót landsliða í körfuknattleik er farið af stað en leikið er á Spáni. Í A-riðli mættust gömlu risarnir Rússland og Serbía en þar unnu Rússarnir 73-65. Andrei Kirilenko var stigahæstur í rússneska liðinu með 24 stig.

Milan Gurovic var stigahæstur hjá Serbíu en hann gerði 24 stig líkt og Kirilenko. Ísrael og Grikkland eru einnig í A-riðlinum en leikur þeirra stendur nú yfir.

Í B-riðli vann Lettland - Króatíu 85-77 en í C-rðlinum mættust Þýskaland og Tékkland í skemmtilegum leik. Þjóðverjar báru þar sigur úr býtum 83-78, það kemur ekki á óvart að Dirk Nowitzki var stigahæstur í þýska liðinu en hann gerði 35 stig. Tékkar voru lengst af með undirtökin í leiknum en stórleikur Nowitzki á endasprettinum tryggði Þýskalandi sigur.

Í D-riðli vann Frakkland lið Póllands 74-66. Tony Parker skoraði flest stig franska liðsins eða sextán alls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×