Sport

Æfingaleikir hjá blaklandsliðunum um helgina

Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í blaki leika um helgina æfingaleiki við breskt félagslið en það er liður í undirbúningi þeirra fyrir smáþjóðaleikana í sumar.

Fram kemur á vef Blaksambandsins að klukkan 19 leikur karlalandsliðið við Inter Volleyball Club frá London og kl. 21 leikur kvennalandsliðið við sama félag. Á morgun verða svo aftur leikir milli liðanna en þá hefja karlarnir leik kl. 12 á hádegi og konurnar kl. 14.

Landsliðin í strandblaki taka svo þátt í æfingamót á sunnudag í Fagralundi í Kópavogi. Karl Sigurðsson og Brynjar Pétursson skipa karlalandsliðið í strandblaki og Heiðbjört Gylfadóttir og Þórey Haraldsdóttir skipa kvennalandsliðið í strandblaki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×