Viðskipti erlent

Alcoa býður í Alcan

Álver Alcan í Straumsvík.
Álver Alcan í Straumsvík.

Bandaríski álrisinn Alcoa ætlar í fjandsamlega yfirtöku á kanadíska álfyrirtækimu Alcan, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík. Óformlegt yfirtökutilboð hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadali, rétt tæpa 2.100 milljarða íslenskra króna.

Alcoa metur bréf í Alcan á 73,25 dali á hlut, sem er 20 prósentum yfir lokagengi bréfanna í lok síðustu viku. Gengi bréfa í Alcan þaut upp um 34,5 prósent í 82,11 dali á hlut við lokun markaða í fyrradag í kjölfarið. Bank of America hefur uppfært verðmat sitt á félaginu úr 62 dölum á hlut í 82 dali og mælir með kaupum á bréfum álfyrirtækisins. Telja greinendur ekki ólíklegt að fleiri álfyrirtæki blandi sér í baráttuna.

Alcoa og Alcan hafa átt í samstarfsviðræðum í tæp tvö ár. Þær skiluðu engum árangri og afréð Alcoa því að fara út í yfirtökuna.

Samkvæmt upplýsingum frá Alcan á Íslandi kom yfirtökutilboðið á mánudag á óvart og mun móðurfélagið tjá sig um það þegar formlegt tilboð liggur fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×