Hvers vegna kaupa konur? 14. febrúar 2007 00:01 Lisa Johnson hefur skrifað tvær metsölubækur um kynbundna kauphegðun. Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar. Lisa segir að „bleikt sé ekki málið“ og blæs þar með á staðalímyndir þær sem kunna að vera á lofti um konur. Auk þess að vera frumkvöðull í rannsóknum er Lisa Johnson framkvæmdastjóri ReachGroup, ráðgjafi og rithöfundur og hefur unnið með stórum og smáum fyrirtækjum að markaðsmálum. Eftir hana liggja meðal annars metsölubækurnar „Don‘t think pink“ og „Mind Your X‘s and Y‘s“. Þannig hefur Lisa bent á að ungar konur og menn séu tæknilæst nútímafólk og sú staðreynd hafi áhrif á öll viðhorf þess til vörumerkja. Hún segir viðskiptalífið þurfa að vakna til vitundar um breytta heimsmynd og neytendahegðun sem sé að nokkru leyti afsprengi tæknivæðingar nútímans. Nútímakonan reiðir sig á MP3 spilara og netvarp af því að hún kærir sig ekkert um að þurfa að hlusta á útvarpsauglýsingar, er ein fullyrðinga Lisu Johnson um breytta neysluhegðan. Hún talar um að við sé tekin „tengda kynslóðin“, meðvitað fólk sem taki eigin ákvarðanir um neyslu en láti ekki mata sig á upplýsingum. Af þessum sökum segir Lisa Johnson ímynd vöru og þjónustu sjaldan eða aldrei hafa verið mikilvægari. Lisa hefur á fundum sínum, sem ætlaðir eru fólki í viðskiptalífinu, lagt áherslu á að markhópur fyrir verslun og þjónustu sé ekki einhver veikgeðja og auðtrúa bleikur kvennahópur að viðbættum slatta af harðgerðum og heimtufrekum körlum. Hún segir þvert á móti að uppistaðan séu ýmiss konar kvennahópar sem annist kaup á vörum og þjónustu fyrir sig, börn, maka og foreldra auk þess sem verulegur hluti innkaupa fyrirtækja ráðist að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráði mestu hlutafé á markaði og taki í vaxandi mæli þátt í stjórnun þeirra. Samtök verslunar og þjónustu benda á að rannsóknir sýni að konur ráðstafi um 80% af tekjum heimilanna og líta fyrirlesturinn sem tækifæri til að vekja viðskiptalífið til vitundar um þá staðreynd og fleiri. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um fyrirlestur Lisu Johnson á vefnum, www.svth.is. Héðan og þaðan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar. Lisa segir að „bleikt sé ekki málið“ og blæs þar með á staðalímyndir þær sem kunna að vera á lofti um konur. Auk þess að vera frumkvöðull í rannsóknum er Lisa Johnson framkvæmdastjóri ReachGroup, ráðgjafi og rithöfundur og hefur unnið með stórum og smáum fyrirtækjum að markaðsmálum. Eftir hana liggja meðal annars metsölubækurnar „Don‘t think pink“ og „Mind Your X‘s and Y‘s“. Þannig hefur Lisa bent á að ungar konur og menn séu tæknilæst nútímafólk og sú staðreynd hafi áhrif á öll viðhorf þess til vörumerkja. Hún segir viðskiptalífið þurfa að vakna til vitundar um breytta heimsmynd og neytendahegðun sem sé að nokkru leyti afsprengi tæknivæðingar nútímans. Nútímakonan reiðir sig á MP3 spilara og netvarp af því að hún kærir sig ekkert um að þurfa að hlusta á útvarpsauglýsingar, er ein fullyrðinga Lisu Johnson um breytta neysluhegðan. Hún talar um að við sé tekin „tengda kynslóðin“, meðvitað fólk sem taki eigin ákvarðanir um neyslu en láti ekki mata sig á upplýsingum. Af þessum sökum segir Lisa Johnson ímynd vöru og þjónustu sjaldan eða aldrei hafa verið mikilvægari. Lisa hefur á fundum sínum, sem ætlaðir eru fólki í viðskiptalífinu, lagt áherslu á að markhópur fyrir verslun og þjónustu sé ekki einhver veikgeðja og auðtrúa bleikur kvennahópur að viðbættum slatta af harðgerðum og heimtufrekum körlum. Hún segir þvert á móti að uppistaðan séu ýmiss konar kvennahópar sem annist kaup á vörum og þjónustu fyrir sig, börn, maka og foreldra auk þess sem verulegur hluti innkaupa fyrirtækja ráðist að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráði mestu hlutafé á markaði og taki í vaxandi mæli þátt í stjórnun þeirra. Samtök verslunar og þjónustu benda á að rannsóknir sýni að konur ráðstafi um 80% af tekjum heimilanna og líta fyrirlesturinn sem tækifæri til að vekja viðskiptalífið til vitundar um þá staðreynd og fleiri. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um fyrirlestur Lisu Johnson á vefnum, www.svth.is.
Héðan og þaðan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira