Nýr vampíru- og varúlfaleikur í bígerð 10. febrúar 2007 08:00 Fyrsti leikur CCP, Eve Online, hefur notið mikilla vinsælda, og eru nú tæplega 200 þúsund manns áskrifendur að honum. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikurinn verður að minnsta kosti fjögur ár í þróun og verður unninn bæði í Reykjavík og í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar White Wolf eru. Sögusviðið leiksins verður skáldaði heimurinn World of Darkness, sem byggður er af vampírum og varúlfum. White Wolf bjó til heiminn og hefur undanfarin ár þróað hann og skrifað í kringum hann sögur, meðal annars gefið út bækur sem gerast eiga í heiminum. Halldór Fannar Guðjónsson, forritari hjá CCP, gat ekki gefið frekari upplýsingar um leikinn en sagði að þróun hans hæfist á næstu mánuðum. CCP á og rekur íslenska fjölspilunarleikinn EVE Online sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og hefur um 180 þúsund áskrifendur. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs. Leikurinn verður að minnsta kosti fjögur ár í þróun og verður unninn bæði í Reykjavík og í Atlanta í Bandaríkjunum, þar sem höfuðstöðvar White Wolf eru. Sögusviðið leiksins verður skáldaði heimurinn World of Darkness, sem byggður er af vampírum og varúlfum. White Wolf bjó til heiminn og hefur undanfarin ár þróað hann og skrifað í kringum hann sögur, meðal annars gefið út bækur sem gerast eiga í heiminum. Halldór Fannar Guðjónsson, forritari hjá CCP, gat ekki gefið frekari upplýsingar um leikinn en sagði að þróun hans hæfist á næstu mánuðum. CCP á og rekur íslenska fjölspilunarleikinn EVE Online sem notið hefur gríðarlegra vinsælda og hefur um 180 þúsund áskrifendur.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið