Handbolti

Óskar Bjarni: Getum byggt á þessu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld.

Óskar Bjarni Óskarsson og Ólafur Haukur Gíslason voru ánægðir með síðari hálfleik í leik Vals og Gummersbach í kvöld.

„Ég var mjög ánægður með síðustu 40 mínúturnar í leiknum,“ sagði Óskar Bjarni, þjálfari Vals. „Við getum vel byggt á þessum og við verðum alltaf betri með hverjum leiknum.“

Ólafur Haukur, fyrirliði, tók í svipaðan streng.

„Það var frábært að mæta Gummersbach en í byrjun bárum við of mikla virðingu fyrir þeim. Eftir að við náðum að hrista af okkur mesta skrekkinn spiluðum við betur og skoruðum nokkur mjög góð mörk.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×