Hagnast um 31 milljarð á öðrum árshluta 2. ágúst 2006 07:00 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Stóru viðskiptabankarnir - Glitnir, KB banki og Landsbankinn - og Straumur-Burðarás högnuðust um samtals um 30,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi og alls um 91,7 milljarða króna á fyrri hluta ársins 2006. Glitnir var eina fjármálafyrirtækið sem skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi 2006 en þeim fyrsta. Til samanburðar högnuðust félögin fjögur um 29,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2005 og jókst hagnaðurinn því aðeins um fjögur prósent á milli ára. Þegar litið er yfir fyrstu sex mánuði ársins 2005 er aukningin miklu meiri, enda var samanlagður hagnaður félaganna þá 54,1 milljarður. Hreinar rekstrartekjur bankanna, að Straumi undanskildum, námu alls 68,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og samanstanda að mestu leyti af vaxta- og þóknunartekjum. Hreinar vaxtatekjur voru 39,5 milljarðar króna og þóknunartekjur um 22 milljarðar. Gengistap af fjármálastarfsemi nam 3,1 milljarði króna. Það er vart hægt að bera viðskiptabankana saman milli ára vegna aukinna umsvifa á öllum vígstöðum. Nærtækara er að horfa til fyrsta ársfjórðung þessa árs í þeim efnum. Þá námu hreinar rekstrartekjur 79,7 milljörðum krónum og dragast því saman um tæpa ellefu milljarða á milli fjórðunga. Mestu munar auðvitað um verulegra umskipta á fjármálamörkuðum. Á fyrsta ársfjórðungi skiluðu bankarnir 25,3 milljarða hagnaði af fjármálastarfsemi en rúmlega þriggja milljarða tapi á öðrum eins og áður sagði. Hreinar vaxtatekjur jukust aftur á móti um 12,2 milljarða vegna mikillar verðbólgu og gengislækkunar krónu. Þóknunartekjur voru þær sömu milli fyrsta og annars fjórðungs. Rekstrargjöld bankanna voru rúmur 31 milljarður króna á öðrum hluta ársins en 26,7 á þeim fyrsta. Alls greiddu bankarnir þrír 6,3 milljarða króna í skatt á öðrum ársfjórðungi og alls fjórtán milljarða á fyrri hluta árs. Efnahagsreikningar bankanna án Straums þöndust gríðarlega út á fyrri hluta ársins. Samanlagðar heildareignir stóðu í 7.387 milljörðum króna í lok júní og höfðu vaxið um 1.968 milljarða frá áramótum, um 36 prósent. Til að setja þessar eignir í samhengi við þjóðhagslegar stærðir má segja að eignir bankanna nemi meira en sjöfaldri landsframleiðslu. Aukningin var áramótum er því tæp tvöföld landsframleiðsla. Eiginfjárstaða bankanna hefur styrkst til muna á árinu, vaxið úr 389 milljörðum króna í 488 milljarða eða rétt um eitt hundrað milljarða. Að viðbættu eigin fé Straums nemur það alls 616 milljörðum króna. Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Stóru viðskiptabankarnir - Glitnir, KB banki og Landsbankinn - og Straumur-Burðarás högnuðust um samtals um 30,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi og alls um 91,7 milljarða króna á fyrri hluta ársins 2006. Glitnir var eina fjármálafyrirtækið sem skilaði meiri hagnaði á öðrum ársfjórðungi 2006 en þeim fyrsta. Til samanburðar högnuðust félögin fjögur um 29,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2005 og jókst hagnaðurinn því aðeins um fjögur prósent á milli ára. Þegar litið er yfir fyrstu sex mánuði ársins 2005 er aukningin miklu meiri, enda var samanlagður hagnaður félaganna þá 54,1 milljarður. Hreinar rekstrartekjur bankanna, að Straumi undanskildum, námu alls 68,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og samanstanda að mestu leyti af vaxta- og þóknunartekjum. Hreinar vaxtatekjur voru 39,5 milljarðar króna og þóknunartekjur um 22 milljarðar. Gengistap af fjármálastarfsemi nam 3,1 milljarði króna. Það er vart hægt að bera viðskiptabankana saman milli ára vegna aukinna umsvifa á öllum vígstöðum. Nærtækara er að horfa til fyrsta ársfjórðung þessa árs í þeim efnum. Þá námu hreinar rekstrartekjur 79,7 milljörðum krónum og dragast því saman um tæpa ellefu milljarða á milli fjórðunga. Mestu munar auðvitað um verulegra umskipta á fjármálamörkuðum. Á fyrsta ársfjórðungi skiluðu bankarnir 25,3 milljarða hagnaði af fjármálastarfsemi en rúmlega þriggja milljarða tapi á öðrum eins og áður sagði. Hreinar vaxtatekjur jukust aftur á móti um 12,2 milljarða vegna mikillar verðbólgu og gengislækkunar krónu. Þóknunartekjur voru þær sömu milli fyrsta og annars fjórðungs. Rekstrargjöld bankanna voru rúmur 31 milljarður króna á öðrum hluta ársins en 26,7 á þeim fyrsta. Alls greiddu bankarnir þrír 6,3 milljarða króna í skatt á öðrum ársfjórðungi og alls fjórtán milljarða á fyrri hluta árs. Efnahagsreikningar bankanna án Straums þöndust gríðarlega út á fyrri hluta ársins. Samanlagðar heildareignir stóðu í 7.387 milljörðum króna í lok júní og höfðu vaxið um 1.968 milljarða frá áramótum, um 36 prósent. Til að setja þessar eignir í samhengi við þjóðhagslegar stærðir má segja að eignir bankanna nemi meira en sjöfaldri landsframleiðslu. Aukningin var áramótum er því tæp tvöföld landsframleiðsla. Eiginfjárstaða bankanna hefur styrkst til muna á árinu, vaxið úr 389 milljörðum króna í 488 milljarða eða rétt um eitt hundrað milljarða. Að viðbættu eigin fé Straums nemur það alls 616 milljörðum króna.
Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira