Læknar svartsýnir á bata Sharons 5. janúar 2006 12:00 Ehud Olmert var þungur á brún eftir að hann tók við völdum í Ísrael. MYND/AP Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins. Heilablóðfall Sharons að þessu sinni er talið mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn að sögn talsmanns forsætisráðuneytisins. Læknar eru ekki bjartsýnir um bata þrátt fyrir að tekist hafi að stöðva blæðingar í Sharons en hann gekkst undir aðgerð í nótt sem tók sjö klukkustundir. Sharon er sagður hafa lamaðist í neðri hluta líkamans og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Eftir heilablóðfallið í desember, sögðu læknar Sharon, sem er 77 ára, hann vera allt of þungan en að öðru leyti við nokkuð góða heilsu. Aðstoðarforsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, hefur tekið við völdum sem forsætisráðherra og stýrði hann neyðarfundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Enn er gert ráð fyrir þingkosningum þann 28. mars í Ísrael þrátt fyrir veikindi Sharons. Stjórnmálaskýrendur þar í landi segja stjórnmálaástandið vera í mikilli óvissu og ekki síst framtíð Kadima-flokksins sem Sharon er nýbúinn að stofna eftir að hann sagði sig úr Likudbandalaginu. Skoðanakannanir sem gerðar voru eftir að Sharon fékk fyrra heilblóðfallið hafa gert ráð fyrir að Kadima-flokkurinn myndi bera sigur úr býtum í kosningunum í mars og fengi um þriðjung sæta af þeim 120 sætum sem í boði eru á ísraelska þinginu, sem kallast Knesset. Litlar líkur eru nú taldar á að svo verði þar sem Sharon sjálfur er í raun flokkurinn. Óvíst er hvort dagar Sharon séu brátt taldir en stjórnmálaskýrendur segja þó nærri öruggt að stjórnmálaferill forsætisráðherrans séu á enda. George Bush Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í morgun að Sharon væri maður hugrekkis og friðar. Talsmaður Hamas, samtaka sagði hins vegar í morgun að Miðausturlönd væru betur sett án Sharons. Heimurinn væri um það bil að losna við einn af sínum verstu og grimmustu leiðtogum. Erlent Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Ariel Sharon liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ísrael. Hann fékk heilablóðfall í gærkvöldi og læknar eru svartsýnir á bata. Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra hefur tekið við stjórn landsins. Heilablóðfall Sharons að þessu sinni er talið mun alvarlegra en það sem hann fékk þann 18. desember síðastliðinn að sögn talsmanns forsætisráðuneytisins. Læknar eru ekki bjartsýnir um bata þrátt fyrir að tekist hafi að stöðva blæðingar í Sharons en hann gekkst undir aðgerð í nótt sem tók sjö klukkustundir. Sharon er sagður hafa lamaðist í neðri hluta líkamans og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Eftir heilablóðfallið í desember, sögðu læknar Sharon, sem er 77 ára, hann vera allt of þungan en að öðru leyti við nokkuð góða heilsu. Aðstoðarforsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, hefur tekið við völdum sem forsætisráðherra og stýrði hann neyðarfundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Enn er gert ráð fyrir þingkosningum þann 28. mars í Ísrael þrátt fyrir veikindi Sharons. Stjórnmálaskýrendur þar í landi segja stjórnmálaástandið vera í mikilli óvissu og ekki síst framtíð Kadima-flokksins sem Sharon er nýbúinn að stofna eftir að hann sagði sig úr Likudbandalaginu. Skoðanakannanir sem gerðar voru eftir að Sharon fékk fyrra heilblóðfallið hafa gert ráð fyrir að Kadima-flokkurinn myndi bera sigur úr býtum í kosningunum í mars og fengi um þriðjung sæta af þeim 120 sætum sem í boði eru á ísraelska þinginu, sem kallast Knesset. Litlar líkur eru nú taldar á að svo verði þar sem Sharon sjálfur er í raun flokkurinn. Óvíst er hvort dagar Sharon séu brátt taldir en stjórnmálaskýrendur segja þó nærri öruggt að stjórnmálaferill forsætisráðherrans séu á enda. George Bush Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í morgun að Sharon væri maður hugrekkis og friðar. Talsmaður Hamas, samtaka sagði hins vegar í morgun að Miðausturlönd væru betur sett án Sharons. Heimurinn væri um það bil að losna við einn af sínum verstu og grimmustu leiðtogum.
Erlent Fréttir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira