Erlent

Yfir fjörtíu manns fallnir í írak í dag

Að minnsta kosti fjörtíu manns hafa fallið í sprengjuárás í borginni Karbala í sunnanverðu Írak í morgun og tala látinna gæti enn átt eftir að hækka. Þá eru um sextíu særðir. Maður með sprengiefni bundin um sig sprengdi sig í loft upp í mannþröng nærri einu af helstu helgiskrínum sjíamúslima. Sprengjuárásin í morgun er önnur árásin á jafn mörgum dögum. Í gær særðust þrír í bílsprengjuárás, sú var fyrsta árásin sinnar tegundar í Karbala í rúmlega ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×