Hagar selja Skeljung og kaupa í Kringlunni 2. mars 2006 00:01 Hagar selja Skeljung en Kaupa verslanir í Kringlunni. Fimm tískuverslunarkeðjur hafa bæst í safn Haga en Skeljungur fer úr því til Pálma Haraldssonar. Hagar hasla sér völl í sérvöruverslun á nýjan leik með kaupum á fimm verslunum í Kringlunni. Pálmi Haraldsson í Fons hafði frumkvæði að því að kaupa Shell. Hagar hafa selt rekstur Skeljungs til Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons. Félagið hefur um leið keypt fimm tískuvöruverslanir í Kringlunni af Sigurði Bollasyni og Nönnu Björk Ásmundsdóttur. Umræddar verslanir eru sérleyfisverslanir sem eru reknar undir merkjum bresku verslanakeðjanna Karen Millen, Warehouse, All Saints, Shoe Studio Group og Whistles, en Baugur Group, stærsti hluthafi Haga, á hlutdeild í þeim öllum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að salan á Skeljungi hafi gengið hratt fyrir sig og þar á bæ séu menn kátir með niðurstöðuna. "Við höfðum hug á því að selja hluta af Skeljungi frá okkur en þessi frágangur hafði skamman aðdraganda." Hagar verða eftir söluna fyrst og fremst smásölufyrirtæki og áherslur fyrirtækisins verða skýrari að sögn Finns. Hann er ekki tilbúinn að gefa upp söluverðið en segir þó að verslunarrekstur Skeljungs hafi styrkst eftir að Hagar tóku hann yfir og aukið verðmæti félagsins. Aðspurður um þau kaup sem Hagar réðust í í Kringlunni segir Finnur að félagið hafi haft hug að stækka við sig á sérvörumarkaði og kaupin séu liður í þeirri stefnu. Þessar verslanir opnuðu allar í Kringlunni á síðasta ári nema Karen Millen sem hefur verið starfrækt í nokkur ár og var áður undir merkjum NTC-verslunarkeðjunnar. "Ég seldi Skeljung á sínum tíma til að fjármagna mín kaup í Iceland sem reyndist vera mjög happadrjúg fjárfesting og átti svo frumkvæði að því við Haga að kaupa Skeljung til baka. Við fórum í samningaviðræður og niðurstaðan er þessi," segir Pálmi Haraldsson í Fons. Gunnar Karl Gunnarsson verður áfram forstjóri Skeljungs að sögn Pálma. Olíufélagið Esso var á dögunum selt til fjárfesta en talið er að kaupverðið hafi legið á bilinu 17-18 milljarðar króna. Skeljungur var tekinn af markaði af Steinhólum sumarið 2003 og nam markaðsvirði hans þá um tólf milljörðum króna. Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Hagar hasla sér völl í sérvöruverslun á nýjan leik með kaupum á fimm verslunum í Kringlunni. Pálmi Haraldsson í Fons hafði frumkvæði að því að kaupa Shell. Hagar hafa selt rekstur Skeljungs til Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons. Félagið hefur um leið keypt fimm tískuvöruverslanir í Kringlunni af Sigurði Bollasyni og Nönnu Björk Ásmundsdóttur. Umræddar verslanir eru sérleyfisverslanir sem eru reknar undir merkjum bresku verslanakeðjanna Karen Millen, Warehouse, All Saints, Shoe Studio Group og Whistles, en Baugur Group, stærsti hluthafi Haga, á hlutdeild í þeim öllum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að salan á Skeljungi hafi gengið hratt fyrir sig og þar á bæ séu menn kátir með niðurstöðuna. "Við höfðum hug á því að selja hluta af Skeljungi frá okkur en þessi frágangur hafði skamman aðdraganda." Hagar verða eftir söluna fyrst og fremst smásölufyrirtæki og áherslur fyrirtækisins verða skýrari að sögn Finns. Hann er ekki tilbúinn að gefa upp söluverðið en segir þó að verslunarrekstur Skeljungs hafi styrkst eftir að Hagar tóku hann yfir og aukið verðmæti félagsins. Aðspurður um þau kaup sem Hagar réðust í í Kringlunni segir Finnur að félagið hafi haft hug að stækka við sig á sérvörumarkaði og kaupin séu liður í þeirri stefnu. Þessar verslanir opnuðu allar í Kringlunni á síðasta ári nema Karen Millen sem hefur verið starfrækt í nokkur ár og var áður undir merkjum NTC-verslunarkeðjunnar. "Ég seldi Skeljung á sínum tíma til að fjármagna mín kaup í Iceland sem reyndist vera mjög happadrjúg fjárfesting og átti svo frumkvæði að því við Haga að kaupa Skeljung til baka. Við fórum í samningaviðræður og niðurstaðan er þessi," segir Pálmi Haraldsson í Fons. Gunnar Karl Gunnarsson verður áfram forstjóri Skeljungs að sögn Pálma. Olíufélagið Esso var á dögunum selt til fjárfesta en talið er að kaupverðið hafi legið á bilinu 17-18 milljarðar króna. Skeljungur var tekinn af markaði af Steinhólum sumarið 2003 og nam markaðsvirði hans þá um tólf milljörðum króna.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira