Bernanke segir verðbólguna of háa 5. október 2006 11:32 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði í gær við of mikilli verðbólgu vestanhafs. Hann gaf þó ekkert í skyn hvort bankinn muni hækka stýrivexti vegna þessa á næstunni. Hagvöxtur á ársgrundvelli er nú 2,6 prósent en það er rúmlega tvöfalt minna en gert var ráð fyrir í upphafi árs. Á fyrsta fjórðungi ársins mældist hins vegar 5,6 prósenta hagvöxtur. Þá mældist 2,8 prósenta verðbólga í landinu í síðasta mánuði sem er 0,8 prósentum yfir verðbólgumarkmiðum bandaríska seðlabankans. Bernanke sagði að auk þess sem mjög hafi hægt á hagvexti verði að gera umtalsverðar breytingar á almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfinu í Bandaríkjunum. Verði það ekki gert geti komandi kynslóðir lent í talsverðum fjárhagsvandræðum. Bankinn hækkaði stýrivexti 17 sinnum á síðastliðnum tveimur árum en ákvað í ágúst og september að halda þeim óbreyttum í 5,25 prósentum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ben Bernanke, bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði í gær við of mikilli verðbólgu vestanhafs. Hann gaf þó ekkert í skyn hvort bankinn muni hækka stýrivexti vegna þessa á næstunni. Hagvöxtur á ársgrundvelli er nú 2,6 prósent en það er rúmlega tvöfalt minna en gert var ráð fyrir í upphafi árs. Á fyrsta fjórðungi ársins mældist hins vegar 5,6 prósenta hagvöxtur. Þá mældist 2,8 prósenta verðbólga í landinu í síðasta mánuði sem er 0,8 prósentum yfir verðbólgumarkmiðum bandaríska seðlabankans. Bernanke sagði að auk þess sem mjög hafi hægt á hagvexti verði að gera umtalsverðar breytingar á almannatrygginga- og lífeyrissjóðakerfinu í Bandaríkjunum. Verði það ekki gert geti komandi kynslóðir lent í talsverðum fjárhagsvandræðum. Bankinn hækkaði stýrivexti 17 sinnum á síðastliðnum tveimur árum en ákvað í ágúst og september að halda þeim óbreyttum í 5,25 prósentum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira