Handbolti

Flensburg eitt á toppnum

Róbert Gunnarsson skoraraði 4 mörk fyrir Gummersbach í gær
Róbert Gunnarsson skoraraði 4 mörk fyrir Gummersbach í gær NordicPhotos/GettyImages

Lærisveinar Viggós Sigurðssonar í Flensburg tryggðu sér í gær toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið burstaði Wilhelmshavener 35-27 á meðan Kiel tapaði óvænt mjög stórt fyrir Magdeburg á útivelli 39-24.

Gummersbach og Hamburg skildu jöfn 29-29 þar sem íslensku landsliðsmennirnir Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðuu 4 mörk hvor.

Flensburg er því eitt í efsta sæti deildarinnar með 27 stig, Kiel er með 25 stig, Nordhorn hefur 24 stig og Gummersbach og Hamburg hafa 23 stig. Toppleikur Kiel og Flensburg verður sýndur í beinni á Sýn á Þorláksmessu og verður það síðasti leikur Viggós Sigurðssonar við stjórnvölinn hjá Flensburg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×