Viðskipti erlent

Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar hratt

Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkaði um 4,7 milljarða dali eða 320,7 milljarða íslenskra króna í september. Þetta jafngildir 6,8 prósenta samdrætti á milli mánaða en viðskiptahallinn hefur ekki dregist jafn mikið saman síðan í febrúar árið 2001. Helsta ástæðan er lægra heimsmarkaðsverð á hráolíu.

Viðskipthallinn vestanhafs nemur nú 64,3 milljörðum dala eða tæpum 4.400 milljörðum íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri.

Vöruskipti við Kína hafa á sama tíma aldrei verið neikvæðari. Þau námu 23 milljörðum dala eða tæpum 1.600 milljörðum króna. Innflutningur frá Kína til Bandaríkjanna hefur aukist mikið eftir því sem nær dregur jólum en helsta innflutningsvaran nú eru sjónvörp, farsímar og leikföng.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×