Innlent

Reykjavík verður friðarmiðstöð

Borgaryfirvöld vinna að því að gera Reykjavík að miðstöð sáttarstarfs í alþjóðlegum deilumálum með því að koma á fót friðarstofnun í borginni, að því er fram kom í hádegisfréttum RUV.

Hlutverk stofnunarinnar verður að miðla málum, koma á samskiptum milli deilandi aðila og hafa milligöngu í friðarviðræðum. Forstöðumaður stofnunnarinnar verður Rudolf Schuster, fyrrverandi forseti Slóvakíu. Borgaryfirvöld hafa unnið að málinu um hríð með velvilja Utanríkisráðuneytins. Eins hefur forseti Íslands komið að málum, en hann er vel kunnugur Schuster í gegnum störf sín fyrir Gorbasjev-stofnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×