Erlent

Ofbeldi í New Orleans

Borgarstjórinn í New Orleans kallaði eftir hjálp þjóðvarðliða í gær til að hefta útbreiðslu mikils ofbeldis sem verið hefur í borginni og hefur leitt til dauða sex manna nú um helgina.

Lögreglan í borginni segir ofbeldið vera tengt eiturlyfjum eða hefnd. Borgarstjórinn sagðist ekki myndu líða það að glæpagengi hleyptu borgarlífinu í uppnám meðan fólkið væri enn að jafna sig eftir fellibylinn Katrínu, en jafnvel fyrir fellibylinn var New Orleans alræmd fyrir háa glæpatíðni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×