Erlent

Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi biðja fyrir lausn baráttukonunnar úr stofufangelsi

Stuðningsmenn Áng San Sú Ký biðja nú fyrir lausn baráttukonunnar úr stofufangelsi en hún á sextíu og eins árs afmæli í dag.

Hún er einna þekktust fyrir að hafa fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir ötult starf að lýðræðisumbótum í heimalandi sínu, Mjanmar. Stjórnvöld óttuðust mjög völd og vinsældir sem Suu Kyi hafði, og þegar flokkur hennar vann yfirburðasigur í kosningum í landinu neitaði herforingjastjórnin í landinu að afhenda henni völdin.

Henni hefur verið haldið fanginni á heimili sínu síðan árið 2003 og fær hún engin samskipti að hafa við umheiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×