Erlent

Líðan Sharons hefur versnað

MYND/AP

Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur versnað til mikilla muna í morgun. Þórir Guðmundsson, fréttamaður NFS, er nýlentur í Jerúsalem þar sem hann fylgist grannt með þróun mála. Hann segir allt í mikilli óvissu um líðan Sharons. Eftir heilaskanna í morgun komu í ljós blæðingar og var ráðherrann þá fluttur með hraði í aðgerð þar sem þurfti að tappa vökva af heilanum.

Sharon var fluttur á sjúkrahúsið á miðvikudag, rúmum tveimur vikum eftir að hann fékk minniháttar heilablóðfall. Nánast er talið útlikokað að hann muni eiga afturkvæmt í stjórnmál. Eftir heilablóðfallið í desember sögðu læknar Sharon, sem er 77 ára, vera allt of þungan en að öðru leyti við nokkuð góða heilsu. Aðstoðarforsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, hefur tekið við völdum sem forsætisráðherra






Fleiri fréttir

Sjá meira


×