Erlent

Ítölskum gíslum sleppt í Jemen

Fimm ítölskum ferðamönnum sem rænt var í Jemen á nýársdag var sleppt í morgun, eftir því sem yfirvöld í Jemen greina frá. Það voru menn af tilteknum ættbálki í landinu sem rændu fólkinu en þeir kröfðust þess að ættingjum sínum yrði sleppt úr fangelsi. Ekki er ljóst hvort orðið var við þeim kröfum en yfirvöld höfðu átt í samningaviðræðum við mannræningjana. Þetta var í fjórða sinn á tveimur mánuðum sem Vesturlandabúum er rænt í landinu en öllum hefur þeim verið sleppt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×