Erlent

Tuttugu látnir eftir að gistihús hrundi í Mekka

Björgunarmenn leita fólks í rústum gistihússins í Mekka.
Björgunarmenn leita fólks í rústum gistihússins í Mekka. MYND/AP

Að minnsta kosti tuttugu biðu bana og tæplega sextíu eru slasaðir eftir að átta hæða gistihús hrundi til grunna í Mekka í Sádi-Arabíu í gær. Byggingin var nánast tóm þegar slysið varð en margir voru á ferðinni nálægt gistihúsinu og urðu því undir brakinu. Um eitt þúsund björgunarsveitarmenn leita nú að fólki í rústum byggingarinnar.

Ekki liggur fyrir hvers vegna gistihúsið hrundi en talið er að það sé vegna skorts á viðhaldi byggingarinnar. Rúmlega milljón múslimar víðs vegar að úr heiminum er komnir til Mekka vegna fimm daga Haj-trúarhátíðarinnar sem nú stendur þar yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×