Erlent

Fjármálaráðherra Noregs hvetur norska neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael

Fjármálaráðherra Noregs, Kristin Halvorsen, hefur hvatt norska neytendur til að sniðganga vörur frá Ísrael. Hún segir að með því geti fólk tjáð óánægju sína með meðferð Ísraela á Palestínumönnum. Flokkur hennar, Sósíalistik venstreparti, fer af stað með herferð til stuðnings Palestínumönnum í næsta mánuði og herferðin fær fullan stuðning fjármálaráðherra. Flokkurinn segir markmið herferðarinnar að styðja baráttu Palestínumanna og vinna að því að fá fram samþykktir alþjóðasamfélagsins til að beyta Ísraela einhverskonar refsiaðgerðum. Ekki eru allir jafn hrifnir af orðum fjármálaráðherrans, en Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, segir aðgerðina koma sé á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×