Erlent

Segja örn hafa drepið tvö þúsund hreindýr

Norskir hreindýrabændur fengu í fyrra greiddar bætur frá ríkinu vegna tvö þúsund dýra sem þeir segja að örn hafi drepið. Frá þessu er greint í norska blaðinu Verdens Gang. Alls fengu þeir 250 milljónir króna í bætur vegna 11.400 hreindýra sem annaðhvort örninn eða önnur rándýr eiga að hafa drepið. Líffræðingar draga tölurnar mjög í efa og benda á að örn ráði aðeins við hreindýrskálfa en ekki við fullvaxin dýr. Bændurnir séu með með þessu að verða sér úti um fé til hreindýraræktunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×