Erlent

Lík þess síðasta sem var saknað fundið

Kona leggur lukt með kerti til minningar um þá sem létust.
Kona leggur lukt með kerti til minningar um þá sem létust. MYND/AP

Björgunarmenn hafa fundið lík síðustu manneskjunnar, sem vitað er til þess að hafi verið saknað, í rústum skautahallar sem féll saman á mánudag í Þýskalandi. Alls létust því 15 manns í slysinu, þar af tólf börn.

Björgunarsveitir með leitarhunda og mikinn leitarbúnað unnu í alla nótt við að fjarlægja brak úr rústum skautahallarinnar. Um 50 manns sem voru inni í byggingunni þegar hún hrundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×