Erlent

Allir námuverkamennirnir í Virginíu látnir nema einn

MYND/AP

Aðeins einn af kolanámuverkamönnunum sem sátu fastir í námu í Vestur-Virginíu komst lífs af samkvæmt nýjustu fregnum, en svo virðist sem upplýsingum um málið hafi verið snúið við. Tólf menn létu því lífið en ekki einn. Talsmaður kolanámufyrirtækisins greindi fjölskyldum mannanna frá þessu. Mennirnir voru fastir á um eitt hundrað metra dýpi og sýndu mælingar mikið magn eiturefna í andrúmsloftinu í námunni. Hópurinn lokaðist inni eftir að sprenging varð en ekki er enn vitað um orsakir hennar. Ekki er þó útilokað að hún hafi orðið vegna þrumuveðurs sem þar gekk yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×