Erlent

Skotið á friðargæsluliða í Darfúr

Friðargæsluliði var drepinn og tíu aðrir liggja sárir eftir skotárás í Darfúr-héraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðunum, sem eru í Súdan á vegum Afríkusambandsins, var gert launsátur í þorpinu Girgira í vesturhluta Darfúr. Að sögn talsmanns súdanskra yfirvalda er talið að hermenn eða vígamenn frá nágrannaríkinu Chad hafi staðið á bak við ódæðið. Hundruð manna hafa látist og tvær milljónir hafa flúið heimili sín í óöldinni sem geisað hefur í Súdan síðastliðin þrjú ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×