Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki 24. maí 2006 13:06 Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu Glitnis banka til Kauphallar Íslands segir að með kaupunum nái bankinn fótfestu á norrænum verðbréfamarkaði og styrki stöðu sína bæði í Noregi og á Norðurlöndunum. Fischer Partners var með 4,4% markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum utan Íslands, á fyrsta ársfjórðungi 2006, sem gerir það að sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni að Glitnir Securities í Noregi og Fischer Partners í Svíþjóð verði öflugir samherjar á norrænum verðbréfamarkaði. Kaupin styrki stöðu Glitnis í Noregi og renni stoðum undir frekari vöxt í Skandinavíu. Helstu viðskiptavinir Fischer Partners eru fagfjárfestar og fjársterkir einstaklingar sem gera miklar kröfur um sveigjanleika, þjónustu og skjótan aðgang að markaði, að sögn Anders Fellmann, forstjóri Invik og stjórnarformanns Fischer Partners. Þá er haft eftir Frank O. Reite, framkvæmdastjóra Glitnis í Noregi, að Glitnir áformi að efla og þróa kjarnastarfsemi Fischer Partners og sé það í takt við þann hátt sem Glitnir hefur haft við yfirtökur í Noregi. Samanlögð markaðshlutdeild Fischer Partners og Glitnir Securities á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 5,7 prósent í Noregi. Fischer Partners er aðili að kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Ósló auk Riga, Tallin, Vilníus, Varsjá og Eurex. Hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 12,6 milljón sænskra króna, jafnvirði 126,6 milljónum íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta í fyrra nam 37,9 milljónum sænskra króna, tæpum 381 milljón íslenskra króna. Fischer Partners hefur aðsetur í Stokkhólmi og hjá fyrirtækinu starfa 75 starfsmenn. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Sjá meira
Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu Glitnis banka til Kauphallar Íslands segir að með kaupunum nái bankinn fótfestu á norrænum verðbréfamarkaði og styrki stöðu sína bæði í Noregi og á Norðurlöndunum. Fischer Partners var með 4,4% markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum utan Íslands, á fyrsta ársfjórðungi 2006, sem gerir það að sjötta stærsta verðbréfafyrirtæki Norðurlanda. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni að Glitnir Securities í Noregi og Fischer Partners í Svíþjóð verði öflugir samherjar á norrænum verðbréfamarkaði. Kaupin styrki stöðu Glitnis í Noregi og renni stoðum undir frekari vöxt í Skandinavíu. Helstu viðskiptavinir Fischer Partners eru fagfjárfestar og fjársterkir einstaklingar sem gera miklar kröfur um sveigjanleika, þjónustu og skjótan aðgang að markaði, að sögn Anders Fellmann, forstjóri Invik og stjórnarformanns Fischer Partners. Þá er haft eftir Frank O. Reite, framkvæmdastjóra Glitnis í Noregi, að Glitnir áformi að efla og þróa kjarnastarfsemi Fischer Partners og sé það í takt við þann hátt sem Glitnir hefur haft við yfirtökur í Noregi. Samanlögð markaðshlutdeild Fischer Partners og Glitnir Securities á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var 5,7 prósent í Noregi. Fischer Partners er aðili að kauphöllunum í Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Ósló auk Riga, Tallin, Vilníus, Varsjá og Eurex. Hagnaður fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 12,6 milljón sænskra króna, jafnvirði 126,6 milljónum íslenskra króna. Hagnaður eftir skatta í fyrra nam 37,9 milljónum sænskra króna, tæpum 381 milljón íslenskra króna. Fischer Partners hefur aðsetur í Stokkhólmi og hjá fyrirtækinu starfa 75 starfsmenn.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Sjá meira