Erlent

11 milljarða króna pottur í Evrópulottóinu

Lottó-æði virðist hafa gripið um sig í Evrópu nú þegar potturinn í Evrópulottóinu er jafnvirði rúmlega 11 milljarða íslenskra króna. Enginn hefur verið með allar tölur réttar í lottóinu síðan í nóvember í fyrra og því skal engan undra að vinningsupphæðin sé svona há nú.

Það eru Austurríkismenn, Bretar, Belgar, Frakkar, Írar, Lúxembúrgarar, Portúgalar, Spánverjar og Svisslendingar sem geta tekið þátt í lottóinu og hafa langar raðir myndast við sölustaði í flestum þessum löndum.

Aðstandendur lottósins segja sölu nánast þúsund sinnum meiri nú en fyrir venjulegan útdrátt og svo gæti farið að 3 milljónir miða seljist á hverju klukkutíma þar til dregið verður í kvöld kl. 19:30 að íslenskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×