Aldraðir þurfa að leita aðstoðar til að geta haldið jólin 25. desember 2006 18:56 Aldraðir þurfa í auknum mæli að leita sér aðstoðar til að geta haldið jólin hátíðleg. Ellilífeyrisþegar, allt upp í áttrætt, biðu í röðum eftir því að fá matarpakka fyrir jólin. Þetta er sorgleg þróun, segir félagsráðgjafi sem starfar við úthlutunina en fjárráð hópsins eru svo naum að hann má ekki við neinum aukaútgjöldum sem fylgja jólunum. Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða krossins stóðu sameiginlega að matarúthlutun fyrir jólin. Þetta er annað árið í röð sem að þessir aðilar taka sig saman og útdeila matarpökkum til þeirra sem á þurfa að halda. Um sextánhundruð umsóknir bárust af landinu öllu og eru þær rúmlega eitt hundrað fleiri en í fyrra. Á bak við þessar umsóknir standa um fimm þúsund einstaklingar. Í ár mátti sjá ákveðna breytingu á þeim sem fengu aðstoð. Hópur ellilífeyrisþega, allt upp í áttrætt var að koma í fyrsta sinn. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, telur það sorglega þróun að áttræðir einstaklingar séu að leita sér matarhjálpar. Vilborg segir hart í ári hjá öldruðum og nýir útreikningar hjá Tryggingarstofnun hafi valdið því að fólk missi bætur sem það hefur haft. Aukning varð einnig á umsóknum sem bárust utan af landi. Vilborg telur að rekja megi það bæði til hækkandi verðs á leigumarkaðnum í höfuðborginni og fjölgun innflytjenda sem starfa margir hverjir úti á landi og hafa takmörkuð réttindi ef þeirra missa vinnu sína. Það eru þung spor sem margir stíga þegar þeir leita sér aðstoðar og fyrir marga væri jólin dapurleg ef þeir fengju ekki matarpakka. Hópurinn hefur það naum fjárráð að hann má ekki við neinum auka útgjöldum vegna jólanna. Samtök verslunar og þjónustu spáðu því að Íslandsmet yrði slegið í verslun á Þorláksmessu og að salan myndi þá nema þremur milljörðum króna. Kaupgleðin virðist eiga sér lítil takmörk og þeir sem lítið geta leyft sér á þessum tíma eiga oft erfitt. Vilborg segir bilið milli fátækra og ríkra hér á landi vera að breikka. Þeir sem séu ríkir geti gert meira en áður en hinir sitja eftir og upplifa sig fátækari en áður. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Aldraðir þurfa í auknum mæli að leita sér aðstoðar til að geta haldið jólin hátíðleg. Ellilífeyrisþegar, allt upp í áttrætt, biðu í röðum eftir því að fá matarpakka fyrir jólin. Þetta er sorgleg þróun, segir félagsráðgjafi sem starfar við úthlutunina en fjárráð hópsins eru svo naum að hann má ekki við neinum aukaútgjöldum sem fylgja jólunum. Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða krossins stóðu sameiginlega að matarúthlutun fyrir jólin. Þetta er annað árið í röð sem að þessir aðilar taka sig saman og útdeila matarpökkum til þeirra sem á þurfa að halda. Um sextánhundruð umsóknir bárust af landinu öllu og eru þær rúmlega eitt hundrað fleiri en í fyrra. Á bak við þessar umsóknir standa um fimm þúsund einstaklingar. Í ár mátti sjá ákveðna breytingu á þeim sem fengu aðstoð. Hópur ellilífeyrisþega, allt upp í áttrætt var að koma í fyrsta sinn. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, telur það sorglega þróun að áttræðir einstaklingar séu að leita sér matarhjálpar. Vilborg segir hart í ári hjá öldruðum og nýir útreikningar hjá Tryggingarstofnun hafi valdið því að fólk missi bætur sem það hefur haft. Aukning varð einnig á umsóknum sem bárust utan af landi. Vilborg telur að rekja megi það bæði til hækkandi verðs á leigumarkaðnum í höfuðborginni og fjölgun innflytjenda sem starfa margir hverjir úti á landi og hafa takmörkuð réttindi ef þeirra missa vinnu sína. Það eru þung spor sem margir stíga þegar þeir leita sér aðstoðar og fyrir marga væri jólin dapurleg ef þeir fengju ekki matarpakka. Hópurinn hefur það naum fjárráð að hann má ekki við neinum auka útgjöldum vegna jólanna. Samtök verslunar og þjónustu spáðu því að Íslandsmet yrði slegið í verslun á Þorláksmessu og að salan myndi þá nema þremur milljörðum króna. Kaupgleðin virðist eiga sér lítil takmörk og þeir sem lítið geta leyft sér á þessum tíma eiga oft erfitt. Vilborg segir bilið milli fátækra og ríkra hér á landi vera að breikka. Þeir sem séu ríkir geti gert meira en áður en hinir sitja eftir og upplifa sig fátækari en áður.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira