Erlent

Forsætisráðherra Palestínu segir af sér

AP

Ahmed Qurie, forsætisráðherra Palestínu hefur sagt af sér og ríkisstjórnin öll. Þá hafa Hamas-samtökin lýst því yfir að þau hafi sigrað þingkosningarnar í Palestínu. Útgönguspár sýna hins vegar að hvorki Hamas-samtökin né Fatah-flokkur Mahmoud Abbas forseta Palestínu hlutu hreinan meirihluta í þingkosningunum í Palestínu í gær, en talningu atkvæða er ekki lokið og verða tölur ekki birtar fyrr en síðdegis í dag. Samkvæmt útgögnuspám hefur Fata flokkurinn fengið 58 þingsæti og Hamas 53, en 132 sæti eru á þinginu. Nú blasir við að Hamas geti myndað stjórn með einhverjum af hinum níu framboðunum, sem sum náðu þingsætum. Bæði Ísraelstjórn, Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa lýst því yfir að litið sé á Hamas sem hryðjuverkasamtök sem ekki verður samið við. Um ein og hálf milljón kjósenda hafði kosningarétt og nýttu nær þrír fjórðu þeirra þann rétt sinn



AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP
AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×