Intrum Justitia, alþjóðlega innheimtufyrirtækið sem hefur höfuðstöðvar í Svíþjóð, skilaði um 989 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi. Það er um 28,4 prósenta minni hagnaður en á sama tímabil í fyrra.
Í frétt sænska dagblaðsins Dagens Industri kemur fram að sérfræðingar hafi spáð um 1.270 milljóna króna hagnaði fyrir skatta.
Landsbankinn er stærsti hluthafinn í Intrum með um 11,7 prósenta hlut og Straumur-Burðarás sá fjórði stærsti.