Erlent

Rodney Coronado dæmdur

Dýraverndunarsinni sem sökkti tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist í Bandaríkjunum. Hann er talinn forsprakki í hópi sem lögregla í Bandaríkjunum segir að sé stórhættuleg hryðjuverkasamtök.

Rodney Coronado var í síðasta mánuði sakfelldur af dómstól í Arizona í Bandaríkjunum fyrir að trufla veiðar á fjallaljónum og á yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi. Refsing verður ákveðin í mars. Coronado er talinn fyrirliði Frelsissamtaka dýranna - Animal Liberation Front - sem bandaríska alríkislögreglan segir að séu hættulegustu innlendu hryðjuverkasamtökin í Bandaríkjunum. Hann viðurkenndi árið 2002 að hafa sjálfur tekið þátt í sex íkveikjuárásum og hefur verið fjögur ár í fangelsi fyrir að kveikja í háskólarannsóknarstofu. Honum var hins vegar lýst sem fyrirmyndarfanga og því er hann ekki í varðhaldi nú þar til dómur er kveðinn upp í mars. Hvað hvalbátana varðar, þá er það mál að öllum líkindum fyrnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×