Erlent

Skæruliðar sprengdu olíuborholur

Skæruliðarhópur í Kólumbíu sprengdi átta olíuborholur og þrjár olíuleiðslur í loft upp í Amasonregnskógunum í gær. Olían hefur valdið miklum umhverfisspjöllum og liggur nú á 100 kílómetra löngum kafla árinnar Putumayo. 

Yfirvöld í fylkinu segja umhverfisspjöllin alvarleg og telja um 6.500 tunnur af hráolíu hafa runnið út í ánna. Frelsisher Kólumbíu stendur að baki árásunum en liðsmenn hans eru um 12 þúsund. Olía er ein mesta útflutningsvara Kólumbíu og hafa skæruliðar gert árásir á olíuleiðslur og -mannvirki til að koma höggi á stjórnvöld sem þeir hafa barist gegn, í um fjörutíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×