Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja verður bætt 15. mars 2006 01:13 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Stöðugt gengi krónunnar skiptir öllu máli fyrir fyrirtæki í útflutningi. Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynnti á mánudag frumvarp og breytingar á reglugerðum er varða fyrirfram skráningu nýsköpunarfyrirtækja auk breytinga sem geri lífeyrissjóðum kleift að styðja fyrirtæki í nýsköpun og hátækni. Breytingarnar bæta rekstrarumhverfi vísinda og tæknifyrirtækja hér á landi auk þess sem horft er til þess að erlend nýsköpunarfyrirtæki sjái hag í því að flytja starfsemi sína hingað til lands. Kom fram í máli hans á blaðamannafundi áður en hann kynnti frumvarpið að með breytingunum sé ekki verið að bregðast við kvörtunum hátæknifyrirtækja um hátt gengi krónunnar. Því stjórni önnur öfl, að hans sögn. Frumvarpið er tvískipt. Fyrsta atriðið varðar þróunartíma nýsköpunarfyrirtæja og virðisaukaskattskráningu. Fram til þessa hafa nýsköpunarfyrirtæki getað fengið virðisaukaskatt endurgreiddan af starfsemi sinni í allt að sex ár með það í huga að eftir þann tíma hafi þau tekjur. Sagði Árni að þessi tími væri tæpur þar sem langan tíma taki að sinna sumum verkefnum. Samhliða breytingunni lagði Árni fram frumvarp á Alþingi sem tekur mið af því að leiðréttingartímabil innskatts varðandi fasteignir fyrirtækja í þessum geira verði lengt úr 10 árum í 20. Hitt atriðið varðar svokölluð samlagshlutafélög og þátttöku lífeyrissjóðanna í nýsköpun í atvinnulífinu. Árni sagði lífeyrissjóði í dag að mestu undanþegna sköttum og hafi það háð þeim í fjárfestingum. Benti hann á að "samlagshlutafélög muni ekki teljast sjálfstæðir skattaðilar nema þess sé sérstaklega óskað í framtíðinni. Ætti það að gera lífeyrissjóðum kleift að taka þátt í nýsköpunar- og þróunarstarfi. Árni sagði nágrannalöndin hafa farið svipaðar leiðir til að laða fyrirtæki til landanna. Persónulega taldi hann betra að styrkja fyrirtæki beint í gegnum samkeppnissjóðakerfi en með skattaívilnunum. "Ég hef ákveðnar efasemdir en ætla að láta skoða gaumgæfilega hvernig þetta virkar," sagði Árni sem skipað hefur nefnd þriggja manna til að leggja mat á reynslu annarra þjóða af því að veita fyrirtækjum í þessum geira ríkisstyrki í formi sértækra skattaívilnana. Horft verði til reynslu Norðmanna og annarra OECD-ríkja í þessum efnum.Nauðsynlegt að stofna íslenskan framtakssjóðHrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Nauðsynlegt að stofna framtakssjóð fyrir nýsköpunarfyrirtækiHrafn Magnússon, framkvæmdastjóri landssamtaka lífeyrissjóða, segir nauðsynlegt að skoða nánar hvað felist í frumvarpi fjármálaráðherra hvað lífeyrissjóðina varðar. Hrafn segir lífeyrissjóðina hafa fram til þessa ekki fjárfest í óskráðum félögum í nýsköpun og þróunarstarfi hér á landi en töluvert keypt í erlendum framtakssjóðum (e. private equity) m.a. í Lúxemborg. Enn sem komið er sé enginn sambærilegur sjóður til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum á Íslandi. Þá segir Hrafn Nýsköpunarsjóð hafa verið í viðræðum við lífeyrissjóðina um stofnun framtakssjóðs á Íslandi. "Ég veit að Nýsköpunarsjóður var með hugmyndir um að selja lífeyrissjóðunum bréf sem væru þess eðlis að þau væru hentug sjóðunum. Menn vilja að það verði í svipuðum dúr og erlendis," segir Hrafn. Lífeyrissjóðirnir verði að sjái hag í að fjárfesta í þeim, að hans sögn. "Við munum skoða þetta þegar að því kemur," segir hann. Stöðugleiki skiptir mestu máliárni Mathiesen fjármálaráðherra Telur samkeppnissjóði betri kost en skattaívilnanir.Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækisins CCP hafa gagnrýnt erfitt rekstrarumhverfi nýsköpunar- og þróunarfyrirtækja hér á landi. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir frumvarpið góðra gjalda vert. Fyrirtæki á borð við CCP sé hins vegar komið út fyrir þann ramma sem aðgerðirnar miðist við. "Við erum miklir talsmenn þess að nýsköpun verði efld í landinu og að allir sýni því meiri áhuga. Það sem við höfum meiri áhuga á er gengi krónunnar. Staðan í dag er mun betri en hún var fyrir mánuði síðan. Það hefur komið okkur mjög vel og gerir okkur kleift að endurheimta eitthvað af þeim peningum sem við töpuðum vegna hás gengis krónunnar," sagði Hilmar en fyrirtækið hafði í bígerð í fyrra að flytja starfsemina út fyrir landsteina. CCP fær allar tekjur sínar erlendis frá og tapaði rúmum 100 milljónum króna vegna hás gengis á síðasta ári. Hann sagði fyrirtækið hafa lagt flutninga á hilluna vegna veikingar krónunnar, sem væri að nálgast eðlilegt stig. Hilmar segir CCP ekki ekki lengur sprotafyrirtæki enda velti það um tveimur milljörðum á ári. "En við styðjum sprotafyrirtæki enda verða mörg þeirra á endanum stór. Þess vegna er mikilvægt að ýta undir þau," sagði Hilmar en bætir við að það sem máli skipti fyrir hátæknifyrirtæki í útflutning sé stöðugleiki krónunnar svo hægt verði að gera áætlanir fram í tímann. Engu að síður telur Hilmar að aukinn frestur skattlagningar gefi nýsköpunarfyrirtækjum aukið svigrúm og auki líkurnar á því að fleiri fyrirtæki í þessum geira nái markmiðum sínum. "Ég held að allir græði að lokum," segir Hilmar. Innlent Viðskipti Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynnti á mánudag frumvarp og breytingar á reglugerðum er varða fyrirfram skráningu nýsköpunarfyrirtækja auk breytinga sem geri lífeyrissjóðum kleift að styðja fyrirtæki í nýsköpun og hátækni. Breytingarnar bæta rekstrarumhverfi vísinda og tæknifyrirtækja hér á landi auk þess sem horft er til þess að erlend nýsköpunarfyrirtæki sjái hag í því að flytja starfsemi sína hingað til lands. Kom fram í máli hans á blaðamannafundi áður en hann kynnti frumvarpið að með breytingunum sé ekki verið að bregðast við kvörtunum hátæknifyrirtækja um hátt gengi krónunnar. Því stjórni önnur öfl, að hans sögn. Frumvarpið er tvískipt. Fyrsta atriðið varðar þróunartíma nýsköpunarfyrirtæja og virðisaukaskattskráningu. Fram til þessa hafa nýsköpunarfyrirtæki getað fengið virðisaukaskatt endurgreiddan af starfsemi sinni í allt að sex ár með það í huga að eftir þann tíma hafi þau tekjur. Sagði Árni að þessi tími væri tæpur þar sem langan tíma taki að sinna sumum verkefnum. Samhliða breytingunni lagði Árni fram frumvarp á Alþingi sem tekur mið af því að leiðréttingartímabil innskatts varðandi fasteignir fyrirtækja í þessum geira verði lengt úr 10 árum í 20. Hitt atriðið varðar svokölluð samlagshlutafélög og þátttöku lífeyrissjóðanna í nýsköpun í atvinnulífinu. Árni sagði lífeyrissjóði í dag að mestu undanþegna sköttum og hafi það háð þeim í fjárfestingum. Benti hann á að "samlagshlutafélög muni ekki teljast sjálfstæðir skattaðilar nema þess sé sérstaklega óskað í framtíðinni. Ætti það að gera lífeyrissjóðum kleift að taka þátt í nýsköpunar- og þróunarstarfi. Árni sagði nágrannalöndin hafa farið svipaðar leiðir til að laða fyrirtæki til landanna. Persónulega taldi hann betra að styrkja fyrirtæki beint í gegnum samkeppnissjóðakerfi en með skattaívilnunum. "Ég hef ákveðnar efasemdir en ætla að láta skoða gaumgæfilega hvernig þetta virkar," sagði Árni sem skipað hefur nefnd þriggja manna til að leggja mat á reynslu annarra þjóða af því að veita fyrirtækjum í þessum geira ríkisstyrki í formi sértækra skattaívilnana. Horft verði til reynslu Norðmanna og annarra OECD-ríkja í þessum efnum.Nauðsynlegt að stofna íslenskan framtakssjóðHrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Nauðsynlegt að stofna framtakssjóð fyrir nýsköpunarfyrirtækiHrafn Magnússon, framkvæmdastjóri landssamtaka lífeyrissjóða, segir nauðsynlegt að skoða nánar hvað felist í frumvarpi fjármálaráðherra hvað lífeyrissjóðina varðar. Hrafn segir lífeyrissjóðina hafa fram til þessa ekki fjárfest í óskráðum félögum í nýsköpun og þróunarstarfi hér á landi en töluvert keypt í erlendum framtakssjóðum (e. private equity) m.a. í Lúxemborg. Enn sem komið er sé enginn sambærilegur sjóður til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum á Íslandi. Þá segir Hrafn Nýsköpunarsjóð hafa verið í viðræðum við lífeyrissjóðina um stofnun framtakssjóðs á Íslandi. "Ég veit að Nýsköpunarsjóður var með hugmyndir um að selja lífeyrissjóðunum bréf sem væru þess eðlis að þau væru hentug sjóðunum. Menn vilja að það verði í svipuðum dúr og erlendis," segir Hrafn. Lífeyrissjóðirnir verði að sjái hag í að fjárfesta í þeim, að hans sögn. "Við munum skoða þetta þegar að því kemur," segir hann. Stöðugleiki skiptir mestu máliárni Mathiesen fjármálaráðherra Telur samkeppnissjóði betri kost en skattaívilnanir.Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækisins CCP hafa gagnrýnt erfitt rekstrarumhverfi nýsköpunar- og þróunarfyrirtækja hér á landi. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir frumvarpið góðra gjalda vert. Fyrirtæki á borð við CCP sé hins vegar komið út fyrir þann ramma sem aðgerðirnar miðist við. "Við erum miklir talsmenn þess að nýsköpun verði efld í landinu og að allir sýni því meiri áhuga. Það sem við höfum meiri áhuga á er gengi krónunnar. Staðan í dag er mun betri en hún var fyrir mánuði síðan. Það hefur komið okkur mjög vel og gerir okkur kleift að endurheimta eitthvað af þeim peningum sem við töpuðum vegna hás gengis krónunnar," sagði Hilmar en fyrirtækið hafði í bígerð í fyrra að flytja starfsemina út fyrir landsteina. CCP fær allar tekjur sínar erlendis frá og tapaði rúmum 100 milljónum króna vegna hás gengis á síðasta ári. Hann sagði fyrirtækið hafa lagt flutninga á hilluna vegna veikingar krónunnar, sem væri að nálgast eðlilegt stig. Hilmar segir CCP ekki ekki lengur sprotafyrirtæki enda velti það um tveimur milljörðum á ári. "En við styðjum sprotafyrirtæki enda verða mörg þeirra á endanum stór. Þess vegna er mikilvægt að ýta undir þau," sagði Hilmar en bætir við að það sem máli skipti fyrir hátæknifyrirtæki í útflutning sé stöðugleiki krónunnar svo hægt verði að gera áætlanir fram í tímann. Engu að síður telur Hilmar að aukinn frestur skattlagningar gefi nýsköpunarfyrirtækjum aukið svigrúm og auki líkurnar á því að fleiri fyrirtæki í þessum geira nái markmiðum sínum. "Ég held að allir græði að lokum," segir Hilmar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent