Erlent

Nístandi kuldi í Kína

Vetur konungur hefur heldur betur látið til sín taka í norðvesturhluta Kína að undanförnu. Mikil snjókoma og nístandi kuldi herjar á íbúa Xinjiang-héraðs og hefur frost mælst niður í fjörutíu og þrjár gráður. Þá er sums staðar sextíu sentímetra jafnfallinn snjór.

Um hundrað þúsund manns hafa verið fluttIR af heimilum sínum vegna hættu á að þau hrynji undan snjóþunga og 250 þúsund komast hvorki lönd né strönd þar sem vegir eru lokaðir. Ekkert lát er á kuldatíðinni og er búist við að veturinn verði sá harðasti í landinu í 20 ár. Síðasta ár hefur verið ár mikilla öfga í Kína því í síðastliðið sumar var það heitasta í landinu í hálfa öld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×