Erlent

Fékk kiðlingshaus í jólagjöf

Framkvæmdastjóri ítalska knattspyrnuliðsins Palermo, Rino Foschi, fékk óvænta jólagjöf í ár, en í pakkanum reyndist vera afskorið höfuð af ungri geit, alþakið blóði.

Foschi fékk pakkann í pósti 22. desember og setti hann undir jólatréð. Konan hans opnaði pakkann og varð henni bilt við þegar hún sá innihaldið.

„Þetta voru erfið jól, sérstaklega fyrir fjölskyldu mína,“ sagði Foschi. „Konan mín fékk áfall þegar hún opnaði pakkann, en ég held að þetta hafi átt að vera brandari. Kannski var einhverjum illa við leikmannakaup liðsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×