Viðskipti innlent

Fyrri til en danskurinn

Í Berlinske Tidende um helgina var grein þar sem því var velt upp hverjir gætu verið hver úr Matador þáttunum dönsku sem nú er verið að endurgera. Einn Íslendingur kemst á blað þar sem kandidat í Mads Skjern, en það er Jón Ásgeir Jóhannesson. Mads Skjern var einmitt sá sem kom til bæjarins og hóf samkeppni við hið ríkjandi vald sem brást ókvæða við. Þetta er ekki í síst í frásögur færandi að pistlahöfundur Markaðarins Spákaupmaðurinn á horninu hafði bent á samsvörun við Matadorþættina í viðbrögðum Dana við fjárfestingum Íslendinga. Aðspurður um að Danir væru nú að átta sig á þessu sagði spákaupmaðurinn. ¿Þetta sýnir enn og aftur hversu framsýnn ég er og fljótur að hugsa. Það má segja að þarna hafi maður tekið Danina á heimavelli 14 - 2.¿





Fleiri fréttir

Sjá meira


×