Vilja flagga vörumerkinu sem víðast 11. október 2006 00:01 Glaðbeittur framkvæmdastjóri Vodafone Group "Ég sit nú almennt undir stýri í annarri bíltegund. Þú veist að ég er þýskur," sagði Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri hjá Vodafone Group, hlæjandi þegar hann var fenginn til að setjast undir stýri bresks leigubíls sem Vodafone á Íslandi hefur til sýnis í verslun sinni í Reykjavík. MYND/GVA Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. "Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög," segir Matthias, en auk þess að fá að nota vörumerkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. "Með þessu móti getum við dýpkað markaðinn sem Vodafone starfar á," bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. "En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér." Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í markaðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. "Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri markaðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur." Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bundist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhagsböndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. "Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrirtækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja." Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. "Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög," segir Matthias, en auk þess að fá að nota vörumerkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. "Með þessu móti getum við dýpkað markaðinn sem Vodafone starfar á," bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. "En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér." Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í markaðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. "Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri markaðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur." Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bundist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhagsböndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. "Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrirtækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja."
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira