Viðskipti innlent

Myrkar miðaldir

Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu. Malcolm og hans lið hafa síðan snúið við rekstrinum og komið fyrirtækinu á beinan og breiðan veg. Sjálfir eru Iceland-menn ekkert að draga úr því að fyrirrennararnir hafi verið á rangri braut. Þannig er sá kafli í sögu fyrir­tækisins þegar Malcolm var úti í kuldanum og Bill Grimsey stýrði sjoppunni kallaður í millifyrirsögn The Dark ages eða hinar myrku aldir.

Þá réð fáfræðin um fyrir­tækið ríkjum en nú er endurreisnin í fullum gangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×