Innlent

Breytingar verða kynntar eins fljótt og auðið er

Ari Edwald, forstjóri 365, segir rekstur fréttastofu NFS í mikilli endurskoðun og líklega muni koma til uppsagna starfsfólks vegna breytinga á rekstrinum. Hann vill ekki segja til um hvenær endanleg niðurstaða liggur fyrir.

Ari Edwald segir að ekki standi til að leggja fréttastofu NFS niður en starfsemi hennar sé til gjörvallrar skoðunar og breytingar á rekstrinum séu nauðsynlegar þar sem hann hafi ekki staðist áætlanir.

Hann segir líklegt að til uppsagna komi en vill þó ekki gefa upp fjölda starfsmanna sem sagt verði upp störfum.

Útsendingar hófust á fréttastofu NFS fyrir um ellefu mánuðum. Ari segir að stjórnendur 365 þyrftu að horfast í augu við fjárhagslegan veruleika rétt eins og aðrir og því hafi verið ákveðið að grípa inn í reksturinn núna í stað þess að bíða með breytingarnar. Hann segir að það sé þó í höndum stjórnar 365 að taka endanlega ákvörðun um framtíð fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×