Erlent

Foreldrar á Bretlandseyjum reiðir

Meðlimir foreldrafélaga barnaskóla á Bretlandseyjum eru reiðir eftir að þarlendir fréttamiðlar greindu nýverið frá því að reglur sem settar höfðu verið til að halda dæmdum kynferðisafbrotamönnum utan skólakerfisins hafi brugðist.

Nefnd sem sett hafði verið til að fylgjast með reglunum sendi eftirlitsmenn í 58 skóla til að kanna málið. Í niðurstöðum þeirra sagði að "næstum enginn" kynferðisafbrotamaður hafi fundist við þá athugun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×