Innlent

Enginn með minna enn 200 þúsund

Í maí á næsta ári verður enginn félagsmaður innan BHM með lægri laun en 200 þúsund krónur. Nýr kjarasamningur var undirritaður í gær. Sameiginleg samninganefnd 24 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna skrifaði undir samninginn. Hann gildir frá 1. febrúar síðastliðnum til 30. apríl árið 2008 og eru áfangahækkanir þær sömu og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Að mati fjármálaráðuneytisins er heildarkostnaðaraukning samningsins tæp 20 prósent. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, segir tryggt með samningnum að ekkert félag fái minna en 15 prósenta launahækkun á samningstímanum en í sumum félögum sé hækkunin vel yfir 20 prósent. Halldóra segir forsvarsmenn BHM hafi sett sér ákveðin markmið, að hækka lægstu laun og hækka þau félög sem lægst hefðu verið innan BHM. Hvort tveggja hafi tekist og auk þess fái bandalagið fé til stofnanaþáttarins sem hafi verið afar mikilvægur hjá félagsmönnumn BHM. Þetta sé nýjung og sparnaður fyrir ríkið því samþykkt hafi verið ein launatafla og einn stofnanasamningur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×