Erlent

Frönsk blaðakona kallar á hjálp

Íraskir mannræningjar sem rændu frönsku blaðakonunni Florence Aubenas fyrir tæpum tveimur mánuðum í Bagdad sendu fjölmiðlum myndbandsupptöku af henni í dag. Á myndbandinu biður hún frönsk stjórnvöld um að hjálpa sér og er auðséð að vistin hjá mannræningjunum hefur tekið á hana bæði andlega og líkamlega. Yfir 190 útlendingum hefur verið rænt í Írak síðastliðið ár. 13 þeirra eru enn í höndum mannræningja, yfir 30 hafa verið drepnir en hinir eru lausir úr prísundinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×