Erlent

Banatilræði við forsætisráðherrann

Reynt var að ráða Alexander Ankvab, forsætisráðherra Abkhasíu, af dögum í fyrrakvöld, einungis tíu dögum eftir að hann tók við embætti. Róstusamt hefur verið í Abkhasíu að undanförnu en héraðið klauf sig frá fyrrum Sovétlýðveldinu Georgíu árið 1993 og lýsti yfir sjálfstæði. Engin ríkisstjórn viðurkennir sjálfstæði landsins. Ekki er vitað hverjir skutu á Volga-bifreið forsætisráðherrans í gær en væringar hafa verið í millum þeirra sem aðhyllast nánara samband við Rússland og þeirra sem efla vilja tengslin við Georgíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×