Erlent

Bin Laden og Zarqawi í samstarf?

Hópur sem segist á vegum al-Qaida í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í Hilla í Írak gær, þar sem minnst 120 létust. Hryðjuverkasérfræðingur segir að Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida, hafi hvatt Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga uppreisnarmanna í Írak, til að skipuleggja árásir á Bandaríkin. Yfirlýsing, þar sem segir að árásin hafi verið gerð í nafni Allah, birtist á íslamskri vefsíðu í gær. Meira en 130 manns særðust í árásinni og mörgum þeirra er ekki hugað líf. Þetta er mannskæðasta árás í landinu síðan Saddam Hussein var steypt af stóli. Ónafngreindur hryðjuverkasérfræðingur á vegum Bandaríkjastjórnar fullyrti í gær að samskipti hefðu átt sér stað undanfarið á milli Osama bin Ladens, leiðtoga al-Qaida, og al- Zarqawis, leiðtoga uppreisnarmanna í Írak. Bin Laden hefði hvatt al-Zarqawi til að skipuleggja árásir á Bandaríkin. Al-Zarqawi hefur staðið á bak við fjölda árása í Írak og vísbendingar eru um að hluti samtaka hans starfi víðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×