Erlent

Al-Qaida hópur segist ábyrgur

Hópur sem segist vera á vegum al-Qaida í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á morðtilræðinu í Hilla í gær, sem varð að minnsta kosti 120 manns að bana. Yfirlýsing, þar sem segir að árásin hafi verið gerð í nafni Allah, birtist á íslamskri vefsíðu í gær. Meira en 130 manns slösuðust í árásinni og mörgum þeirra er ekki hugað líf. Í gær fullyrti hryðjuverkasérfræðingur á vegum Bandaríkjastjórnar að Osama Bin Laden og Abu Musab al- Zarqawi, sem er höfuðpaur uppreisnarmanna í Írak um þessar mundir, hefðu átt samskipti að undanförnu. Bin Laden hefði undanfarið beðið al-Zarqawi að íhuga möguleikann á að gera árásir á Bandaríkin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×