Erlent

Yfirmenn norska hersins reknir

Yfirskoðunarmaður norska hersins og yfirmaður flutningadeildar sama hers voru reknir í gærkvöldi í kjölfar þess að komið er í ljós að norski herinn eyddi sem svarar tíu milljörðum íslenskra króna umfram fjárlög. Þá eru vaxandi líkur á að yfirhershöfðinginn, Sigurd Frisvold, víki líka úr embætti eftir að í ljós kom í gær að hann sagði ósatt um það hvenær hann fékk vitneskju um umframeyðsluna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×