Erlent

Skurðaðgerð í boði

Rússneska öryggislögreglan hefur boðið þeim sem bent geta á dvalarstað tsjetsjenska uppreisnarleiðtogans Shamil Basajev lýtaaðgerð svo að öryggi þeirra verði tryggt. Kostnaðurinn við aðgerðina bætist við þær 600 milljónir króna sem yfirvöld hafa þegar sett til höfuðs Basajev. Í gær sögðu rússneskir embættismenn frá því að einn forsprakka ódæðisins í Beslan hefði sagt þeim að Aslan Maskhadov, fyrrum leiðtogi Tsjetsjena sem drepinn var í síðustu viku, hefði tekið þátt í að skipuleggja gíslatökurnar í Beslan og því hefði hann verið réttdræpur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×