Erlent

Sökuð um líkrán

Breskt par hefur verið handtekið í tengslum við rannsókn á líkráni. Lík ríflega áttræðrar konu sem lést fyrir átta árum var grafið upp og rænt í október síðastliðnum. Lögregla segir allt benda til þess að dýravinir hafi verið að verki en konan var skyld Hall-fjölskyldunni, sem á býli þar sem naggrísir eru ræktaðir. Þeir eru síðan seldir til tilraunastofa. Dýravinir hafa undanfarin ár herjað á fjölskylduna og búgarð hennar, ráðist á vini og vandamenn og ógnað fjölda fólks. Svo virðist sem þeim hafi þótt viðeigandi að ræna gröf ættingja naggrísaræktendanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×