Erlent

49 taldir af eftir flugslys

Að minnsta kosti fjörutíu og níu manns eru taldir af eftir að farþegaflugvél hrapaði til jarðar í Rússlandi rétt fyrir hádegi. Vélin var að koma inn til lendingar nærri bænum Barandei í norðurhluta Rússlands þegar annar vængurinn rakst í jörðina með þeim afleiðingum að eldur varð laus í flugvélinni. Nánari fréttir er ekki að hafa af slysinu að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×