Glannaskapur í rekstri FL Group 1. júlí 2005 00:01 Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á hluthafafundinum. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær vegna ágreinings við stjórnarformanninn um hvernig best væri að reka fyrirtækið. Það voru þeir Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson sem fyrstir ákváðu að hætta í stjórninni og fylgdi Inga Jóna Þórðardóttir á eftir. Árni Oddur seldi nýverið hlut sinn í fyrirtækinu en Hreggviður og Inga Jóna voru fullltrúar ýmissa eigenda og kom Hreggviður sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls, sem ásamt Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. Þar með er enginn eftir í henni nema Hannes. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Hvorki Árni Oddur né Hreggviður vildu tjá sig um málið þegar fréttastofan hafði samband en samkvæmt áreiðanlegum heimildum snerist ágreiningur stjórnarmanna og formanns um stefnu félagsins. Fannst mönnum glannaskapur stjórnarformannsins í rekstrinum heldur of mikill en félagið hefur fjárfest töluvert að undanförnu. Hannes sagði í samtali við fréttastofuna að hann sé ekki sammála því að ósætti hafi ríkt milli stjórnarmanna, menn hafi hins vegar nóg á sinni könnu og þess vegna hafi þessir menn sagt sig úr stjórn. Hannes sagði mörg spennandi verkefni framundan hjá FL Group en félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf. Um hvers konar samstarf verði að ræða hefur þó enn ekki verið ákveðið. Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira
Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á hluthafafundinum. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær vegna ágreinings við stjórnarformanninn um hvernig best væri að reka fyrirtækið. Það voru þeir Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson sem fyrstir ákváðu að hætta í stjórninni og fylgdi Inga Jóna Þórðardóttir á eftir. Árni Oddur seldi nýverið hlut sinn í fyrirtækinu en Hreggviður og Inga Jóna voru fullltrúar ýmissa eigenda og kom Hreggviður sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls, sem ásamt Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. Þar með er enginn eftir í henni nema Hannes. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Hvorki Árni Oddur né Hreggviður vildu tjá sig um málið þegar fréttastofan hafði samband en samkvæmt áreiðanlegum heimildum snerist ágreiningur stjórnarmanna og formanns um stefnu félagsins. Fannst mönnum glannaskapur stjórnarformannsins í rekstrinum heldur of mikill en félagið hefur fjárfest töluvert að undanförnu. Hannes sagði í samtali við fréttastofuna að hann sé ekki sammála því að ósætti hafi ríkt milli stjórnarmanna, menn hafi hins vegar nóg á sinni könnu og þess vegna hafi þessir menn sagt sig úr stjórn. Hannes sagði mörg spennandi verkefni framundan hjá FL Group en félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf. Um hvers konar samstarf verði að ræða hefur þó enn ekki verið ákveðið.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Sjá meira